Óraunhæf pæling

Hvað ef allir sem vilja taka þátt í að skipuleggja nýtt samfélag á þessu landi leggi niður vinnu í 4 daga, fimmtudegi til sunnudags og skundi á Þingvöll?

Hvað ef þar væru haldnar ræður á sama stað og þeir sem byggðu upp þetta land fyrir árþúsundum síðan og notum sömu kletta til að bergmála ræðum fólks?

Hvað ef þar fengju allir að tala sem vildu hafa eitthvað til málanna að leggja og allar hugmyndir yrðu teknar til greina?

Hvað ef við finndum nýja leið til að útfæra lýðræðið sem miðaði að því að sem mest sætti ríkti hjá öllum um ríkjandi ástand?

Hvað ef þar yrði ákveðið að frysta eignir þeirra auðmanna sem hlut eiga í hruni bankakerfisins og starfsemi þeirra rannsökuð án spillingu og hindrana og þegar upp kemst um hve umfangsmikil svikin voru í raun og veru, fyrirtæki þeirra þjóðnýtt og þeir sektaðir og peningarnir notaðir til að borga af skuldum okkar?

Hvað ef við myndum nýta okkur þá gríðarmiklu umhverfisvænu jarðvarmaorku sem er í boði hér á landi til að rækta grænmeti og mat handa þeim sem væru svangir? Að ákveðið yrði að þau hús sem nú standa tóm yrði dreift meðal þeirra sem vantar heimili? Að það yrði sett ákvæði í stjórnarskrá sem tryggir öllum íbúum mat, vatn og húsaskjól, því það eru forsendur þess að við getum lifað?

Hvað ef við tækjum upp kosningakerfi þar sem hver sem hefur áhuga getur tekið þátt í að móta lögin í landinu, og sá möguleiki væri fyrir hendi að varpa atkvæðisrétt sínum gagnvart einstaka málefnum eða málaflokka á þann sem maður treystir? Sem tímabundið "lán" á atkvæðisrétt sem væri alltaf hægt að endurheimta?

Hvað ef á kvöldin fengju tónlistarmenn og hljómsveitir halda uppi skemmtun á kvöldin? Hvað ef við förum bara öll með tjald, bjór og mat og komum okkur vel fyrir?

Hvað ef Geir Jón og Stefán myndu mæta með sína menn og sjá til þess að allt færi friðsamlega fram?

Hvað ef einstaka stjórnmálamenn myndu ákveða að yfirgefa sökkvandi skipið og nokkrir myndu reyna að endurvinna traust almennings á hinu nýja kerfi og mæta? Hvað ef nógu margir myndu mæta til að þetta yrði heimsviðburður á skala sem myndi láta ólympíusilfrið fölna í samanburði?

Hvað ef? Myndi samfélagið aldrei jafna sig af öllu þessu vinnutapi? Hvernig gátum við þá haldið jól áður fyrr, þegar allt var lokað og allir voru heima? Hvernig jafnar samfélagið sig á jarðskjálftum sem rústa húsum, eignum og vörum almennings?

Við jöfnum okkur alveg.

Hvað ef við myndum miða við að þetta ætti sér stað snemma á sumrinu? og þá sem úrræði ef ekki verður búið að verða við kröfum mikils meirihluta þjóðarinnar og fólk fer að missa vinnu sína og húsnæði? Hvað ef við myndum byrja að skipuleggja, kynna og auglýsa þennan viðburð, svo fólk úr öðrum löndum sem hefði áhuga á nýrri tegund af samfélagi gætu komið og tekið þátt í uppbyggingunni?

Hvað ef við notum tímann þangað til líka til að halda áfram að koma skýrum kröfum á framfæri með beinum aðgerðum?

Er þetta svoooo óraunhæft? Mikið af hvað ef og þetta þyrfti auðvitað ekkert allt að fara svona mikið eftir mínu höfði til að ég yrði mjög ánægður með þetta. En að minnsta kosti að fólk myndi koma sér saman og ákveða hvernig best væri að hafa hlutina fyrir sem flesta.

Ég veit allavega að ef þetta væri planað, þá hefði ég ekkert betra að gera þessa fjóra daga og myndi mæta með öllum mínum vinum.
Þar sem Íslendingar voru einna fyrstir til að taka upp núverandi stjórnarhætti fyrir meira en þúsund árum. Hví ekki að kíkja aftur og reyna að uppfæra kerfið? og síðan ef það virkar ekki, getum við alltaf kíkt þangað aftur eftir þúsund ár og lagað það.

mbl.is Tryggvi hafði bein afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Falleg hugmynd.  Þarf samt lengri tíma en 4 daga.

Ef eitthvað í þessa átt verður gert af heilindum, til þess að gera eitthvað úr þesskonar landsfundi, en ekki til þess eingöngu að hafa ein stór mótmæli, þá mæti ég.  Sérstaklega ef fundurinn er haldinn í minnst 50km fjarlægð frá Reykjavík.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.1.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón Heiðar Valgarðsson
Guðjón Heiðar Valgarðsson
ræræræ

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband