Takk fyrir mig

Ég vil þakka góðan fund, öllum sem mættu og að honum stóðu.

 Fyrsta ræða Harðar var fín, flott hjá honum að gefa öðrum sem höfðu fengið minni tækifæri að tala en hann meiri tíma. Ég vil þó koma þeirri skoðun á framfæri við Hörð að mér finnst hann ekki frekar geta beðið aðra að vera ekki með grímur frekar en nokkrum hefur dottið í hug að biðja hann um að vera með grímur. Auðvitað verðum við að vera sameinuð, en það er munur á "unity" og "conformity"... sameiningu eða... einsleitni?? jæja, finn ekki alveg orðið... en við verðum að leyfa fólki að mótmæla á sinn hátt án þess að saka það um að sundra mótmælum, því slíkar ásakanir eru mun frekar til þess fallnar að sundra fólki en ef allir standa á eitt um það að gera allt sem í þeirra valdi stendur á þann hátt sem þeir vilja, og virða rétt annarra til að tjá sig öðruvísi.

 Ræða Evu var ein sú besta sem ég hef séð á mótmælunum til þessa. Þar komu fram mikilvægir punktar sem margir hafa ekki fengið að heyrast nógu skýrt hingað til.

 Grímur var mjög einlægur og hélt aðra mjög góða ræðu, með áherslu á að hann talaði fyrir sjálfan sig. Ein sú harðasta sem fengið hefur að heyrast, óhræddur réðist hann að því langvarandi óréttlæti sem kapítalismi hefur alið af sér, gríðarleg misskipting auðæfa og þar með valds, það óréttlæti að fólk hafi týnt vínberin okkar í mörg ár eftir að vinna þeirra hefur verið misnotuð og fleira sem verður að fá að heyrast í allri umræðuflórunni núna... heimurinn er enn að reiða sig á kerfi sem býður ekki upp á réttlæti.

Stefán Eiríksson kom næstur, ég á erfitt með að átta mig á þeim manni... spjallaði við hann eftir fundinn, hann kom amk mun betur fyrir þarna en mér hefur fundist hann gera í viðtölum um ýmis mál. Ég átti fínt spjall við hann eftir fundinn þar sem við ræddum m.a. um tazera, pabba hans og þátttöku hans í setuverkföllum og mótmælaaðgerðum á yngri árum. Ég komst að niðurstöðu um að líklegast væri hann ekki haldinn kvalalosta sem ylli löngun í pyntingartól, frekar að hann væri að vissu leyti að kaupa áróður sem fluttur hefur verið til stuðnings þeirra... 

Það að hann mætti, ásamti Geiri Jóni er mjög gott og ég er feginn að ég bý í landi þar sem ég fæ tækifæri til að spjalla á rólegum nótum við tvo af yfirmönnum lögreglunnar í landinu (sem er effektívelí "herinn" á sama tíma þar sem við eigum engan slíkan). Hann talaði samt um sem er gott, að hann teldi að því fleiri vopn sem lögreglurnar bæru á sér því fjarlægari yrðu þeir fólkinu í landinu. 

Margar góðar spurningar fengu að flakka á fundinum og mikil óánægja var með notkun, eða misnotkun piparúða og orðanotkunina "varnarúða"... ég komst líka að með spurningu og mér sýndist á öllu að allir sem hefðu viljað komast að hefðu með þolinmæði getað gert það. Ég spurði hvort að þeim þætti skrítið að fólk upplifði þá svolítið sem verjendur valdhafa og auðmanna frekar en fólksins þegar á sama tíma og verið væri að skera niður grunnþarfir samfélagsins, væri efnahagsbrotadeildin látin sitja á hakanum en sérsveitin efld.

Það að ég hafi fengið að komast að er ágætis sönnun mín fyrir því að þarna sé ekki einhver "valdaklíka" búin að sölsa undir sig borgarafundina og loka fyrir öllum öðrum.

Öðru vill Ástþór nokkur Magnússon halda fram.

en þessi jólasveina-uppákoma var nokkuð merkileg fyrir nokkrar sakir..  snúin en þó hressandi rökræða fór í gang í hausnum á mér þegar þetta átti sér stað.

 Í fyrsta lagi voru upprunalegu viðbrögð mín þau að auðvitað ætti að gefa manninum í jólasveinabúningnum orðið. Ég hef oftast gaman af pólitískum aktivisma og hélt jafnvel að þarna myndi vera að ræða eitthvað skemmtilegt "stönt" sem ég vildi fyrir forvitnissakir sjá hvað væri.

Þegar niður í honum er þaggað verð ég afar hissa og velti því fyrir mér hvers vegna lýðræðislegur borgarafundur beiti sér fyrir því að borgara sé hent út af fundi með valdi og ekki gefið tækifæri á að útskýra mál sitt.

 Þarna er kominn sá útgangspunktur sem ég sá, síðan þegar fundarstjóri brást ókvæða við og hótaði að loka fundinum ef maðurinn fengi að tala vissi ég ekki hvaða fasistafas væri komið á þennan fund.

Ég var hneykslaður og gekk út, það var ekki fyrr en að ég kom út að ég áttaði mig á því hver þessi maður hafði verið. Margir fleiri upplifðu þetta svipað og hófu að yfirgefa fundinn eftir þetta atvik. Ég held að nánast allir þeir hafi snúið aftur um leið og þeir fréttu hver var bakvið jólasveinagrímuna.

en hvernig get ég réttlætt þá afstöðu? hvers vegna var ég fylgjandi aktivismanum áður en ég vissi hver maðurinn sem framkvæmdi hann var, en snýst gegn honum þegar ég sé hvern um ræðir. Er ég ekki fylgjandi málfrelsi allra?

Fyrir flókna rökræðu sem þessa er þörf á örlitlum bollaleggingum.

Ástþór Magnússon er landsþekktur aðili, umdeildur væri í raun rangt þar sem ég veit um fáa sem er jafn óumdeilt fyrirlitnir og þessi maður á þessu landi. 

Vanalega er ég fyrstur að verja þá sem eru úthúðaðir og útskúfaðir jafn harkalega og þessi maður hefur verið af fjölmiðlum og almenningi þar sem slíkar árásir eru oftast nær ósanngjarnar og í mörgum tilfellum háðar til að gera fólk tortyggilegt sem hefur mikilvægar upplýsingar sem ekki eru þóknanlegar valdhöfum... Þannig vill Ástþór nú spila sig... 

En í alvöru talað... Ég hef hingað til fengið á tilfinninguna að hann sé notaður sem svona dropi af sterku eitri sem reynt er að setja ofan í gott nothæft drykkjarvatn með þann tilgang að menga það fyrir þeim sem grófu brunninn. Þá sé hann, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað að hans hálfu að gegna hlutverki "svarts áróðurs" (af wikipedia: Black propaganda is identified as being from one source, but is in fact from another. This is most commonly to disguise the true origins of the propaganda, be it from an enemy country or from an organization with a negative public image.)

 Óvinsældir hans nýtast valdhöfum og menga baráttu þeirra sem raunverulega berjast fyrir friði.

Svo hvað hef ég fyrir mér í því? Nú veit ég ekki hversu vel fólk hefur fylgst með því þegar ég reyndi á gamla dónalega blogginu mínu að búa til tengslanet milli rockefeller, rothschild og þeirra manna í valdastöðum, en fyrir þá ættu þessar línur að duga af blogginu hans Ástþórs:

"Fyrstu dagana í október, um leið og bankahrunið hófst, hafði ég samband við stjórnarþingmann, ítrekað í fleiri daga, og bað hann að ræða við ráðherra og þingmenn flokksins um þá hugmynd að fá þungaviktarmenn í fjármálamörkuðum og hagfræði eins og George Soros og Warren Buffet til aðstoðar við ráðgjöf og enduruppbyggingu bankanna. Vildi ég í gegnum slíka menn ná öflugum erlendum hluthöfum í bankanna.  Ég bauðst til þátttöku í samstarfshóp til að hjálpa við þetta og hafa milligöngu m.a. í gegnum mín alþjóðlega tengdu friðarsamtök til að vinna málinu brautargengi. " 

George Soros já... og hann þykist vera talsmaður friðar??

Hér eru síðan upplýsingar um George Soros fyrir fólk sem hefur lítið heyrt til hans getið, en þetta er eitt af þeim nöfnum sem kemur upp aftur og aftur í rannsóknum um það hverjir hafa verið að stýra dúkkunum í heiminum á bakvið tjöldin:

Soros is chairman of Soros Fund Management and the Open Society Institute and is also a former member of the Board of Directors of the Council on Foreign Relations.

(upprifjun um Council on Foreign Relations: The Council on Foreign Relations (CFR) is an American nonpartisan foreign policy membership organization founded in 1921 and based at 58 East 68th Street (at Park Avenue) in New York City, with an additional office in Washington, D.C. Some international journalists and American paleoconservatives believe it to be the most powerful private organization to influence United States foreign policy.[1][2][3][4][5] 

[edit] Morgan and Rockefeller involvement

The Americans who subsequently returned from the conference became drawn to a discreet club of New York financiers and international lawyers who had organized previously in June 1918 and was headed by Elihu Root, J. P. Morgan's lawyer;[16] this select group called itself the Council on Foreign Relations.[10] They joined this group and the Council was formally established in New York on July 29, 1921, with 108 founding members, including Elihu Root as a leading member, geographer Isaiah Bowman as a founding Director, and John W. Davis, the chief counsel for J. P. Morgan & Co. and former Solicitor General for President Wilson,[16] as its founding president. Davis was to become Democratic presidential candidate in 1924.

Other members included John Foster Dulles, Herbert H. Lehman, Henry L. Stimson, Averell Harriman, the Rockefeller family's public relations expert, Ivy Lee,[20] and Paul M. Warburg and Otto Kahn of the investment bank Kuhn, Loeb.[16]

The Council initially had strong connections to the Morgan interests, such as the lawyer, Paul Cravath, whose pre-eminent New York law firm (later named Cravath, Swaine & Moore) represented Morgan businesses; a Morgan partner, Russell Cornell Leffingwell, later became its first chairman. The head of the group's finance committee was Alexander Hemphill, chairman of Morgan's Guaranty Trust Company. Economist Edwin F. Gay, editor of the New York Evening Post, owned by Morgan partner Thomas W. Lamont, served as Secretary-Treasurer of the organization. Other members related to Morgan included Frank L. Polk, former Under-Secretary of State and attorney for J.P. Morgan & Co. Former Wilson Under-Secretary of State Norman H. Davis was a banking associate of the Morgans.[16] Over time, however, the locus of power shifted inexorably to the Rockefeller family. Paul Cravath's law firm also represented the Rockefeller family.[21] Edwin Gay suggested the creation of a quarterly journal, Foreign Affairs. He recommended Archibald Cary Coolidge be installed as the first editor, along with his New York Evening Post reporter, Hamilton Fish Armstrong, as assistant editor and executive director of the Council.[16]

Even from its inception, John D. Rockefeller, Jr. was a regular benefactor, making annual contributions, as well as a large gift of money towards its first headquarters on East 65th Street, along with corporate donors .[22] In 1944, the widow of Standard Oil executive Harold I. Pratt donated the family's four-story mansion on the corner of 68th Street and Park Avenue for council use and this became the CFR's new headquarters, known as The Harold Pratt House, where it remains today.

Several of Rockefeller's sons joined the council when they came of age; David Rockefeller joined the council as its youngest-ever director in 1949 and subsequently became chairman of the board from 1970 to 1985; today he serves as honorary chairman.[23] The major philanthropic organization he founded with his brothers in 1940, the Rockefeller Brothers Fund, has also provided funding to the Council, from 1953 to at least 1980.[24]

List of chairmen and chairwomen

 ok... ég veit að þetta er ástæða sem eflaust margir vita lítið um en fyrir þá legg ég til að þið reynið að kynna ykkur valdaítök þessara fjölskyldna, fyrri zeitgeist myndin fer nokkuð ítarlega í það en money masters og illuminati bloodlines, ring of power er virkilega góð í því samhengi. Síðan er fyrirlesturinn "Turning of the tide" til á video.google.com þar sem talað er sérstaklega um þátt George Soros í þessu öllu saman.

Það breytir því amk ekki að þetta er nóg fyrir mig. Ef hann heldur að hann geti talað fyrir frið og mælt með þessum manni á sama tíma er hann annaðhvort of vitlaus eða of illur til að ég taki mark á því sem hann hefur að segja.

Ég vil samt meina að líklega hefði komið betur út að leyfa honum bara að birta sína kæru, en ég skil það sjónarmið fundarstjóra að þegar þessi maður á í hlut veit maður aldrei... þetta voru ekki aðstæður fyrir nein blóðslettustönt og hefði skemmt fyrir fundinum ef eitthvað slíkt hefði átt sér stað.

Ef hann, maður sem fengið hefur athygli sem fæst okkar fá, tvisvar sem forsetaframbjóðandi þar sem honum er tryggður vettvangur fyrir sínar skoðanir og baráttumál, ætli að birtast sem kúgaður og ritskoðaður almennur borgari er bara fáránlegt.´

Mér þykir leitt að ég hafi varið hann jafn mikið og raun ber vitni, en vil meina að það hefði verið rétt að verja menn í jólasveinabúning undir nánast öllum öðrum kringumstæðum.

Ástæðan fyrir því að undirbúningsnefnd borgarafunda "lokar með ólýðræðislegum hætti" á Ástþór er sú að hann er ekki bara hver annar borgari. Ef hægt er að tengja hann við málstað manns er það nokkurn vegin eins og að skella hakarkrossinum á plakötin manns... það bara yrði ekki vinsælt. Ef hann gerir sér ennþá ekki grein fyrir þessu þá er hann ekki alveg að skilja stöðu sína í þessu samfélagi.

Ef Ástþór hefði sleppt jólasveinabúningnum og komið hreinlega fram eins og aðrir borgarar og beðið um orðið hefði honum aldrei verið hent út. Þó hann hafi ekki fengið að halda ræðu þarna er ekki þarmeð sagt að það sé verið að útiloka hann frá umræðunum. Það verður einhver að vega og meta hverjir eiga að komast að hverju sinni og þeir sem eyða tíma og orku sinni í þetta hugsjónastarf eiga fullan rétt á að hafa eitthvað um það að segja hverjir það eru.

 og ég spyr, hvaða erindi hefði Ástþór Magnússon haft í þessa umræðu? Hefði ekki öllum þótt fáránlegt ef hann hefði haldið ræðu þarna? Hvernig tengdist þessi umræða honum?

Það var mjög vel valið á þennan fund, og hefur líka verið vel valið á aðra svipaða fundi í þessum dúr og það tryggt að sem flest sjónarmið fái að koma fram, með áherslu á aðila og hópa sem hafa verið áberandi um þau mál sem verið er að ræða og fólk hafi áhuga á að heyra í.

Svo ég vil í raun biðja skipuleggjendur fundarins afsökunar, í raun var þetta næstum því mjög vel heppnuð leið til að sundra fólkinu á þessum fundi. Ég hélt í smástund að fundarstjóri og dyraverðir væru að missa vitið. En skjótt skipast veður í lofti og mér brá að sjá hver þetta hefði verið og upplifði þá tilfinningu að hafa verið blekktur. Ég hefði hugsanlega mátt fatta hver þetta væri, en kannski er svona langt síðan ég sá eða heyrði í honum, en hugsunin um það hvort þetta væri Ástþór flaug í hugann en mér heyrðist og eða sýndist einfaldlega ekki. En það þýðir ekki að fást um það mikið lengur! Honum tókst næstum því að splundra þessum fundi, á meðan margir héldu að þú værir saklaus jólasveinn... en þegar úlfurinn tók af sér jólasveinaskeggið áttaði fólk sig á því hvað hefði raunverulega átt sér stað.

Auk þess sem ég vil ítreka að pólitískur aktivismi ætti að beinast með afgerandi hætti að stofnunum sem eru að útiloka umræðu, ekki að sjálfboðahópum sem eru að taka höndum saman til að halda umræðunni eins opni og mögulegt er. Það er bara kjánalegt og til þess eins fallið að reyna að sverta mótmælendur. Opinn borgarafundur er ekki óvinurinn og hver sem reynir að útmála hann sem slíkan er augljóslega í ruglinu og bara að reyna að skemma fyrir.

Svo að jú, fyrir mér eru alhæfingar sjaldnast boðlegar. Ég er fylgjandi aktivistastöntum og listrænum gjörningum í þágu baráttumála, en auðvitað eru á því góðar undantekningar eins og öllu öðru, ein þeirra er Ástþór Magnússon.

Haltu áfram að skrifa Ástþór, notaðu þann vettvang til að koma þínum málum að sem þú eins og allir aðrir eiga rétt á. Það eru mín ráð til þín, auðvitað er þér frjálst að hegða þér eins og þú vilt, en ekki láta þér bregða ef viðbrögðin við meiri "stöntum" þínum á borð við þessi verði á þessa vegu. Og mér finnst það leiðinlegt, en héðan í frá mun ég hugsa mig tvisvar um áður en ég held uppi vörnum fyrir jólasveina með læti.

 Ég vil ítreka þakkir til þeirra sem stóðu að fundinum og töluðu þarna og vona að þau haldi áfram sínu góða starfi, svona uppákomur eru engin ógn fyrir okkar málstað og valda aðeins tímabundnum usla, ekki langvarandi sundrungu.


mbl.is Fundi lokið í sátt og samlyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þar komstu með það!

Þór Jóhannesson, 9.1.2009 kl. 02:58

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ja hérna, það er farið yfir víðan völl hér. Og nokkrir hlutir slitnir úr samhengi í leiðinni eins og ástæður þess að ég vildi George Soros og Warren Buffet hér til aðstoðar við endurreisn bankanna.  Annars getur þú lesið ýmislegt um mín baráttumál á vefnum forsetakosningar.is og lydveldi.is

En það sem uppúr stendur hjá þér, eins og ég skil þessa langloku, að þú vilt byggja nýja Ísland á manngreinaráliti.

Hefðurðu velt því fyrir þér að fordómarnir gagnvart mér eiga hugsanlega rætur að rekja til "aktivisma" eins og að nota gervið sem ég notaði í Iðnó í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar átti að misnota réttarkerfið og dæma mig í 16 ára fangelsi fyrir að mótmæla stríðinu í Írak. Og umfjöllun ritskoðaðra fjölmiðla á þeim aktivisma.

Hvað varðar Opinn borgarafund ertu ekki að gleyma því í þessu öllu saman að ég gerði vinsamlega ábendingu og úttekt á því fyrir nokkrum vikum síðan að viss slagsíða væri á vali frummælenda og ekki virtust lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri höfð hjá bæði Herði Torfasyni og Opnum borgarafundi.

Þetta varð til þess að ég var tekinn af "boðslista" fyrir skipulagsfundi Opins borgarafundar, og þegar mér ekki líkaði það og mætti var ég borinn út með valdi.

Fundurinn í Iðnó var um aðferðafræði við mótmæli og grímuklædda mótmælendur, hvað var meira viðeigandi en að nota gamalt mótmælagervi mitt og mótmæla spillingunni hjá Opnum borgarafundi og þá staðreynd að við byggjum ekki nýtt Ísland á grímuklæddum leiksýningum og sovét-fasískum vinnubrögðum.

Ef ekki verða tekin upp opin og lýðræðisleg vinnubrögð í þessu verður Opinn borgararfundur aldrei annað en skrípleg leiksýnning í Iðnó.

Bendi á grein mína um þetta hér með linkum neðst:

Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi

Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 03:04

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég sýndi sömu viðbrögð og þú; var yfir mig hneykslaður á fundarstjóranum og rauk sjálfur út undir bert loft. Það eitt að sjá Ástþór Magnússon skegglausan fékk mig þó strax til að snúa við. Eftir sem áður finnst mér að Gunnar verði að temja skap sitt og passa að láta ekki kverúlanta og yfirgangssama gesti setja sig út af laginu.

Sigurður Hrellir, 9.1.2009 kl. 11:11

4 identicon

'pólitískur aktivismi ætti að beinast með afgerandi hætti að stofnunum sem eru að útiloka umræðu, ekki að sjálfboðahópum sem eru að taka höndum saman til að halda umræðunni eins opni og mögulegt er.'

-Eins og talað út úr mínu hjarta.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón Heiðar Valgarðsson
Guðjón Heiðar Valgarðsson
ræræræ

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband