Á hvaða stig erum við komin?
Er einhver að hlusta?
"Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sakað Ísraela um að nota hvítan fosfór í hernaðaraðgerðum sínum á Gasasvæðinu og varað við því að slíkt geti haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða."
hmmm... hvað með íbúana Á SVÆÐINU SJÁLFU? Ætti það ekki að vera aðaláhyggjuefnið? ekki það að mögulega gætu heilög hár á höfðum Ísraela sviðnað líka?
Á hvaða stig erum við komin?
Bandaríkjamenn hafa viðurkennt og réttlætt tilvist leynifangelsa þar sem enginn getur fylgst með hvaða "yfirheyrsluaðferðum" er beitt. En afhverju ættirðu að þurfa leynifangelsi ef þú ætlaðir þér að gera hlutina löglega eða siðlega?
Þeir hafa viðurkennt og réttlætt pyntingar á borð við drukknunarpyntingu sem er ein sú hryllilegasta sem mannskepnan hefur þróað að undanskilinni hinni alræmdu vatnsdropapyntingu. Þeir segja að það sé í lagi svo lengi sem þeir vilji meina að viðkomandi séu nógu hátt settir í "Al Qaeda" eða "tengdum hryðjuverkasamtökum"... sem þeir þurfa síðan ekki að sýna fram á að sé satt fyrir neinum... nema þeim sjálfum.
Á hvaða stig erum við komin??
Undanfarið höfum við síðan séð eina hrottalegastu aðför að réttindum óbreyttra borgara í stríðsátökum sem mannkynið hefur kynnst. Þá hefur annar stríðsaðila búið til grundvöll fyrir því að þeir geti drepið eins marga og þeim mögulega sýnist og þegar þeir eru "ávítaðir" fyrir fjöldamorðin kenna þeir hinum aðilanum um því þeir séu "staðsettir svo nálægt óbreyttum borgurum"!!??
Hugsið aðeins út í þetta, það er innrásarlið að ráðast í landið þitt og þeir drepa hvern sem þeim sýnist, sama hvert tilvikið er tekst þeim síðan að varpa ábyrgðinni á yfirvöld í landinu þínu sem þeir eru að gera innrás í?
Halló? Er einhver að hlusta á þetta? "human shields"??? vilja þeir meina að ráðamenn hamas byrgi hús sín með saklausum borgurum? eða haldi þeim yfir höfði sér þegar þeir ganga um göturnar??
Gaza svæðið er eitt þéttbýlasta svæði á plánetunni, hvar í ósköpunum ættu einhver samtök að geta starfað þar án þess að vera "innan um íbúa"??
Ef við samþykkjum þetta erum við í reynd búin að fella niður öll réttindi óbreyttra borgara í öllum stríðsátökum. Ef við samþykkjum þetta erum við í reynd búin að gefa yfirvöldum rétt á að drepa okkur ef þeir álykta að það þjóni hagsmunum þeirra.
Þá er það réttlætt á grundvelli örfárra flugelda að öllum íbúm gaza svæðisins sé refsað með blóðbaði. Á sama tíma eru friðsamlegir mótmælendur á Íslandi spreyjaðir með piparúða og það réttlætt með látum sem kunna að myndast í kjölfarið á því ofbeldi. Eða ef einn mótmælandi gerir eitthvað er talið í lagi að refsa öllum hinum þó þeir hafi farið friðsamlega fram. Vissulega vil ég ekki draga að jöfnu meðferð yfirvalda á okkur mótmælendum og meðferð Ísraela á Palestínumönnum, ég er ekki svo veruleikafirrtur. Ég vil einungis benda á að það er svipað grundvallarprinsip sem liggur að baki. Að nota mjög vægt ofbeldi af hálfu einangraðs hóps, oft til komið vegna réttlátrar reiði til að refsa stórum hóp af fólki með mun öfgafyllra ofbeldi.
Ég ítreka áskorun allra Íslendinga til að sniðganga Ísraelskar vörur, lesið á pakkana... ef þar stendur "made in israel" setjið hana aftur í hilluna. Ef stjórnvöld neita að slíta viðskiptatengslum og stjórnmálasambandi við þessa glæpamenn þá verðum við eins og vanalega að reyna að taka málin í okkar hendur.
Bandaríkjastjórn hefur viðurkennt að stunda njósnir á borgurum, Geir Jón viðurkenndi á fundi á fimmtudaginn að njósnað væri um mótmælendur á mótmælum og þá sem vaða mest uppi er njósnað um af óeinkennisklæddum lögreglum á heimilum þeirra.
Nú hafa Bandaríkin og Ísraelar viðurkennt og reynt að réttlæta að þeir noti eitt ógeðslegasta efnavopn sem til er á jörðinni. Hvítt fosfór er nánast það sama og hinar ógurlegu napalm sprengjur og hryllingurinn sem þessi vopn valda er þvílíkur að aðeins svörtustu og siðrugluðustu verur jarðarinnar myndu einu sinni íhuga að búa þau til, hvað þau að nota þau á aðrar verur.
Er einhver að átta sig á því að það eru ekkert eðlilega mikil illmenni sem ráða ferðinni á þessari plánetu?
Og svo heldur fólk að þeir myndu hugsa sig tvisvar um með að sprengja tvo turna til að geta haldið blóðbaðinu áfram með því að búa til enn meiri réttlætingar?
Það er ekki samsæriskenning að fólk sem pyntar, notar efnavopn og stráfellir þúsundir manna, kvenna og barna sé illt, ógn við allt sem er gott í heiminum og til alls líklegt. Fólk sem skammast sín ekkert fyrir það sem það gerir heldur viðurkennir og réttlætir það með lygum.
Gott fólk, heimsbyltingin er á næsta leyti. Þetta óréttlæti fær ekki að þróast á næsta stig. Því stigið sem við erum komin á núna er nógu andskoti óhugnanlegt.
Fosfórský á Gasasvæðinu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.1.2009 | 23:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.