Svo mjúkir að þeir kláruðu allan piparúðann...

Já... þeir voru svo mjúkir við okkur...

 Þeir handleggsbrutu mann, lömdu litla stelpu, tóku kunningja minn þar sem hann sat á bekk, héldu honum og spreyjuðu beint í augun hans og lömdu hann síðan fjórir, þeir hrintu mér í jörðina með skildi, þeir lömdu fólk með kylfum, þeir spreyjuðu ítrekað piparúða á friðsæla mótmælendur og ljósmyndara og æstu upp aðstæður sem hefðu annars verið rólegar, þeir handtóku fólk fyrir engar sakir, ítrekað og jú, kláruðu ALLAN piparúðan sinn í einhverjum friðsamlegustu mótmælaaðgerðum sem þekkst hafa, mótmælum sem aðeins mestu heilaþvegnu hálfvitum þjóðarinnar tóku ekki þátt í og studdu, sem aðeins aumingjar með óseðjandi þrælslund og skilyrðislausa foringjadýrkun fordæmdu, mótmælum gegn einhverjum mest spillta kokkteil stjórn og auðvalds sem boðið hefur verið upp á síðan í síðari heimsstyrjöldinni, mótmælum gegn þvílíku óréttlæti að ekki er hægt að finna snefil af réttlæti í að verja það. Allar þessar löggur hefðu átt að hafa hugrekki til að neita af siðferðislegum ástæðum að verja það vald sem skipaði þeim fyrir og skikkaði þá til að berja á saklausum samborgurum sínum, en í staðinn völdu þeir að hlýða. Þrátt fyrir allt þetta vörðu mótmælendur lögreglumennina gegn ofbeldi. Og nú á að reyna að menga sögubækurnar með rugli um "hófsemi lögreglunnar gagnvart linnulausu ofbeldi mótmælenda"...

 Og ekki ein gusa af öllum þessum dýrmæta piparúða fór í augu þeirra sem hefðu raunverulega átt það skilið.


mbl.is Piparúði á þrotum þegar átökin náðu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já mér þykja lýsingar þínar á gengdarlausu ofbeldi lögreglunnar í garð "saklausra" mótmælenda aldeilis svakalegar. Maður hefði haldið að allt þetta fólk, sem lætur nú ekki vaða yfir sig þegjandi og hljóðalaust og var einmitt á Austurvelli til að mótmæla, hefði látið í sér heyra og kært þessa ofboðslegu framgöngu sem þú ert að lýsa hér að ofan.

En hvernig stendur þá á því að fjöldinn allur af lögreglumönnum hefur EKKI verið leystir frá störfum og ENGIN kæra hefur borist vegna framgöngu lögreglumanna í mótmælum??? Er það vegna þess að fólk er hrætt við að leita réttar síns...eða vegna þess að bullukollar eins og þú færa verulega mikið í stílinn þegar þeir lýsa viðskiptum sínum við lögregluna?

Það þýðir allavega lítið að segja dómstóla hliðholla lögreglunni því það eru þeir ekki. Það sést best á því hvað illa gengur að fá alvöru glæpamenn dæmda í fangelsi og það er jú eitt markmið lögreglunnar. Í staðinn eru þeir fljótlega lausir aftur með lágmarksrefsingar jafnvel þó hvert mannsbarn sjái að þeir eru sekir og samfélagið taki bókstaflega andköf þegar þeir ganga frjálsir. Og lögreglumenn eru dæmdir fyrir brot í starfi alveg hiklaust virðist mér á fréttaflutningi, samanber "hálstaks-málið" fræga.

Svo þykir mér þú gleyma því að lögreglumenn slösuðust líka í mótmælunum þegar gangstéttarhellur fóru skyndilega að fljúgja gegnum loftið ásamt öðru smærra grjóti, í þá var einnig kastað saur og hlandi. Í flestum löndum telst það alvarleg líkamsárás að kasta líkamsvessum í fólk vegna hættu í ýmsum smitsjúkdómum. En þetta skilur þú væntanlega ekki, enda tæplega nokkur kastað í þig mannaskít.

En jú, ýmislegt gerðist, það handleggsbrotnaði maður þegar hann reyndi að hlaupa í veg fyrir lögreglumenn sem fluttu handtekna aðila að bifreiðum. En það er eins og það hafi engum flogið í hug að það að reyna að frelsa handtekna menn er algjört lögbrot og sama gildir um að hindra brottflutning þeirra. En sjálfsagt var ekki viljaverk nokkurs að handleggsbrjóta þetta manngrey enda væri það nú einkennilegt.

Og víst er það satt að piparúðanum var beitt í miklum mæli. Það virðist hinsvegar ekki koma oft fram að beiting piparúða er með vægari og "mýkri" úrræðum sem lögreglan hefur í svona aðstæðum. Og mjög gott ráð til að losna við að fá svoleiðis á sig er að vera ekki þar sem honum er beitt. Þá er líka auðvelt að vita það í flestum tilvikum þar sem það var tilkynnt með hrópum í hátalarakerfi fyrirfram.

En allavega, merkilegt að mest allri lögreglunni hafi ekki verið vikið frá störfum vegna brota í starfi og engar kærur komið ennþá..hummm

Merkilegt (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

Það var reynt í mörgum tilvikum, en það fengust engir lögfræðingar í málið. Annars nenni ég ekki að standa í tilgangslausum rökræðum við nafnlausan fulltrúa hinna heilaþvegnu hálfvita sem ég vísaði í í þessari færslu.

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 11.6.2009 kl. 18:37

3 identicon

Haha, fengust ekki lögfræðingar? Þá hefur ekki verið leitað mjög mikið.

Þegar mótmælendur byrja að beita hörku þá mega þeir alveg búast við því að verða beittir hörku. Eins og þegar átti að brjótast inní lögreglustöðina, við hverju býst fólk eiginlega? Köku og kaffi?

(Annar heilaþveginn hálfviti)

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:30

4 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

allavega ekki nafnlaus... en fólk virðist alltaf gleyma því að ástæðan fyrir því að farið var inn í lögreglustöðina var sú að verið var að svipta mann frelsi sem hafði ekkert til saka unnið. Segðu mér Magnús, ert þú þeirrar skoðunar að maður eigi að sætta sig við misbeitingu valds og óréttlæti og taka því þegjandi og hljóðalaust? Ef svo er ert þú aumingi með ólæknandi þrælslund. Ef ekki þá sé ég ekki hvernig þú getur tekið afstöðu gegn þeim réttmætu aðgerðum sem þar áttu sér stað.

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 11.6.2009 kl. 23:16

5 identicon

Ég held raunar að Guðjón Heiðar sé ólæknandi hálviti og foráttu vitlaus í þokkabót. Þar fyrir utan er hann sjálfsagt í fremstu röð mótmælenda og örugglega handtekinn í hvert einasta sinn. En vitiði hvað, mér finnst hann bara hafa rétt á að vera það, ekkert gaman ef allir eru eins.

En hvað veit ég líka, er víst ansi þykkt í mér þrælsblóðið fyrst ég skil lög og reglu og vil fara eftir þeim

Merkilegt (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón Heiðar Valgarðsson
Guðjón Heiðar Valgarðsson
ræræræ

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband